Í fréttatilkynningu sem Blóðhundsliðið sendi út í dag segir að heimsfaraldurinn hafi sett mikið strik í reikninginn og haft áhrif á samninga við styrktaraðila, sem voru á lokametrunum. „Réttilega hefur heimurinn mikilvægari hluti að hugsa um þessa stundina. Samtöl okkar við styrktaraðila lofuðu mjög góðu þegar COVID-19 brast á, með þeim afleiðingum að sú leið lokaðist. Afleiðingarnar eru þær og geta okkar til að safna nægu fé er takmörkuð og sá gluggi sem að við höfðum til að reyna við metið er líklegur til að lokast.“ Með því að senda Blóðhundinn í dvala vonast liðið til að geta haldið verkefninu áfram þó síðar verði þótt að þetta þýði að liðið kringum heimsmetstilraunina verði að finna sér aðra vinnu á meðan.