Æða­skurð­læknir hefur skoðað Guð­mund Felix Grétars­son og stað­fest að eðli­legt blóð­flæði er í alla fingur Guð­mundar. Þetta kemur fram á Face­book síðu Guð­mundar, sem fékk á dögunum grædda hand­leggi á sig á sjúkra­húsi í Lyon.

Að­gerð Guð­mundar tók fjór­tán klukku­stundir. Var hún gerð af tveimur teymum lækna, sem annars ­vegar sáu um að fjar­læga hand­leggi af gjafanum og hins vegar að græða þá á Guð­mund.

Guð­mundur Felix missti báða hand­leggi í vinnu­slysi árið 1998. Um er að ræða fyrsta skiptið sem slík að­gerð er fram­kvæmd og hefur hún vakið mikla at­hygli.

Í færslunni á Face­book síðu Guð­mundar Felix kemur fram að þetta hafi verið fyrsta heim­sókn æða­skurð­læknis til hans eftir að­gerð. Þar segir eins og áður hefur komið fram að eðli­legt blóð­flæði sé í alla fingur hans. Allt líti vel út.

𝗡𝗘𝗪 𝗨𝗣𝗗𝗔𝗧𝗘 𝗙𝗥𝗢𝗠 𝗙𝗘𝗟𝗜𝗫!!!!!!! Gudmundur Felix met vascular surgeon for the first time after the surgery. The surgeon...

Posted by Felix Gretarsson - Coaching on Monday, 18 January 2021