Ant­hony Blin­ken, utan­ríkis­ráð­herra Banda­ríkjanna, stað­festi í ræðu í kvöld að hann muni koma til Ís­lands og taka þátt í fundi aðildar­ríkja Norður­skauts­ráðsins sem fram fer í Reykja­vík dagana 19. og 20. maí. Ræðuna má horfa á neðst í fréttinni.

Eins og Frétta­blaðið greindi frá síðasta fimmtu­dag mun Sergei Lavrov, utan­ríkis­ráð­herra Rúss­lands, leiða sendi­nefnd Rússa á fundinum. Verður þetta því að líkindum í fyrsta sinn sem nýr utan­ríkis­ráð­herra Banda­ríkjanna hittir starfs­bróður sinn í Rúss­landi.

Ís­land hefur undan­farin ár farið með for­mennsku í ráðinu en nú er komið að Rússum. Í ræðu sinni sagði Blin­ken meðal annars að hann hyggist sann­færa þjóðir ráðsins um að Banda­ríkja­menn muni standa við skuld­bindingar sínar í loft­lags­málum.

Þá sagðist hann jafn­framt ætla að hvetja aðrar þjóðir til að gera slíkt hið sama. Í ráðinu eiga sæti auk Ís­lands, Rúss­lands og Banda­ríkjanna, Sví­þjóð, Noregur, Finn­land, Dan­mörk og Kanada.

Sam­skipti Banda­ríkjanna og Rússa hafa verið stirð upp á síð­kastið vegna Úkraínu­deilunnar. Hafa ríkin meðal annars beitt hvort annað þvingunum og hafa þau jafn­framt rekið erind­reka hvors annars úr landi.

Áður hefur Guð­laugur Þór Þórðar­son, utan­ríkis­ráð­herra Ís­lands, sagst vilja beita sér fyrir því að koma á sam­tali milli stór­veldanna tveggja.