Antony Blin­ken, utan­ríkis­ráð­herra Banda­ríkjanna, er lentur á Kefla­víkur­flug­velli en hann mun sækja ráð­herra­fund Norður­skauts­ráðsins í vikunni.

Blin­ken kom til landsins frá Dan­mörku þar sem hann var í opin­berri heim­sókn. Hann mun eiga fundi með Guðna Th. Jóhannes­syni for­seta Ís­lands og Guð­laugi Þór Þórðar­syni utan­ríkis­ráð­herra á morgun.

Mikill við­búnaður er vegna ráð­herra­fundarins og eru yfir hundrað manns frá Ríkis­lög­reglu­stjóra og lög­reglu­em­bættunum á höfuð­borgar­svæðinu og Suður­nesjum á vakt í kvöld vegna komu Blin­ken.

Fréttablaðið/Anton Brink
Flugvél Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Fréttablaðið/Anton Brink

Ráð­herra­fundur Norður­skauts­ráðsins verður svo á mið­viku­dag og fimmtu­dag.

Sergei Lavrov utan­ríkis­ráð­herra Rúss­lands er einnig væntan­legur til landsins á mið­viku­daginn. Lavrov og Blin­ken hafa sam­þykkt að hittast á fundi í Reykja­vík þann 20.maí.

Mun það vera í fyrsta skipti sem utan­ríkis­ráð­herrar stór­veldanna tveggja hittast frá því að Joe Biden tók við em­bætti for­seta Banda­ríkjanna.

Flugvél Blinkens lenti á Keflavíkurflugvelli um hálf átta í kvöld.
Fréttablaðið/Anton Brink

Sam­­skipti Banda­­ríkjanna og Rússa hafa verið stirð upp á síð­kastið vegna Úkraínu­­deilunnar. Hafa ríkin meðal annars beitt hvort annað þvingunum og hafa þau jafn­­framt rekið erind­reka hvors annars úr landi.

Guð­laugur Þór Þórðar­son, utan­ríkis­ráð­herra, hefur sagst vilja gera allt sem hann geti til að láta gott af sér leiða í þágu betri sam­skipta milli Rúss­lands og Banda­ríkjanna.