Al­þingis­menn sam­þykktu í dag að lækka virðis­auka­skatt á getnaðar­varnir og tíða­vörur úr efra skatt­þrepi í það neðra og taka lögin þegar gildi en Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir, þing­maður Pírata var fyrsti flutnings­maður til­lögunnar.

Frum­varpið var lagt fram af þing­flokkum Pírata, Sam­fylkingar, Mið­flokksins og Flokks fólksins og var lagt til að ein­nota og marg­nota tíða­vörur líkt og dömu­bindi, tíða­tappa og álfa­bikara myndu fara í lægra þrep virðis­auka­skatts.

Með breytingunum lækkar virðis­auka­skatturinn á um­ræddar vörur úr 24 prósentum og í 11 prósent en í til­kynningu á Face­book síðu Pírata er sam­þykkt til­lögunnar fagnað og bent á að um sé að ræða nauð­synja­vörur frekar en munaðar­vörur.