Vél­báturinn Blátindur VE21 sökk við bryggjuna í Vest­manna­eyja­höfn í ó­veðrinu í dag. Báturinn var einn af þeim sem losnuðu frá bryggjunni í dag en áður en hann sökk höfðu starfs­menn hafnarinnar náð honum aftur að henni.

Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Fréttablaðið. Báturinn sökk rétt eftir klukkan 10 í morgun.

Eyjafréttir greindu fyrst frá málinu. Blátindur var smíðaður árið 1947 af Gunnari Marel Jóns­syni í Eyjum og var sam­fellt í út­gerð til ársins 1992. Hann var einnig notaður sem varðskip í Faxaflóa sumrin 1950 og 1951 og var þá búinn fallbyssu.


Upp úr alda­mótum var Blátindur gerður upp af á­huga­manna­fé­lagi um varð­veislu hans og af­hentur menningar­mála­nefnd Vest­manna­eyja á sjó­manna­daginn 2001.