Tæki sem byggir á að tækni sem nýtir gervigreind við krabbameinsleit í ristli og brjóstum byggir á er væntanlegt til landsins á læknadögum í janúar.

„Gervigreindin les ristilinn um leið og verið er að spegla hann og er gagnagrunnur með myndum,“ segir Jóhannes Reynisson, talsmaður Bláa naglans. „Gervigreindin speglar og greinir ristilinn, alveg eins og læknirinn nema það að gervigreindin skráir gæðaskráningu í leiðinni, líkt og að fá annan sérfræðing sér við hlið.“

Jóhannes segir spurninguna vera hvernig tækninni verði tekið annars vegar af Sjúkratryggingum og hins vegar af meltingarlæknum. Tæknin sé ekki eingöngu góð fyrir greiningar heldur einnig fyrir líkið sem borgi reikninginn.

Finnland, Svíþjóð og Bandaríkjunum eru að sögn Jóhannesar byrjuð að nota gervigreindina sem sýni áreiðanleika tækninnar vera um 99 prósent. „Svona tæki eru búin að vera í prófunum á Landspítalanum og er undir spítalanum komið hvort það vilji taka það til notkunar, sem maður myndi ætla að væri partur af nýju hátæknisjúkrahúsi, segir hann.

Jóhannes leggur mikla áherslu á nýja tækni í gervigreind í ómtækjum til brjóstamyndunar. Hann bendir á að röntgentæki sem séu notuð við brjóstakrabbameinsleit ná ekki í gegnum fituvefinn í þéttum brjóstum. Ómtækin séu mun þróaðri og nái um 30 prósent meiri nákvæmni en röntgentækið.

Þora ekki breytingum

Það vakti athygli Jóhannesar að þrátt fyrir að konur fari í reglulega skoðun þá deyji um það bil ein kona á viku. Frá aldamótum hafi um það bil eitt þúsund konur dáið.

Jóhannes kveðst upplifa mikla íhaldssemi og að enginn þori að breyta til í við krabbameinsleitina. Hann myndi vilja að fólk færi í skoðun frá 25 ára aldri þar sem væri greint bæði þvag, saur og blóðsýni. Með því væri hægt að skoða ákveðið prótein sem vísi til myndunar á mögulegu krabbameini. Þannig mætti koma í veg fyrir alvarleg veikindi.

Þá bendir Jóhannes á að það þurfi að koma setja krabbamein undir lýðheilsuáætlun. „Við erum komin í vandræði út af rekstrinum á spítalanum þar sem kerfið er allt of dýrt og þurfum að vera á tánum með þróun í heilbrigðismálum,“ segir hann.

Mottumars blekking

„Varðandi Mottumars, þá hefur ekki farið króna í karlmenn. Ég var á fundi með hjúkrunarfræðingum fyrir nokkrum árum og spurði hvernig það væri ef karlar fengu skipulagða skoðun en ekki konur. Konurnar í rýminu höfðu þá sagt að það yrði aldrei gert,“ segir Jóhannes.

Jóhannes þykir Mottumars meiriháttar blekkingardæmi, að fá landsþekkta íslenska karlmenn til að leika í rándýrum auglýsingum og enginn peningur fari svo í krabbameinsskoðanir fyrir karlmenn. Hann bendir einnig á að speglun ætti að hefjast um 45 ára aldur þar sem 70 einstaklingar deyja á ári hverju, en samt er engin skipulögð skoðun, gagnrýnir Jóhannes. Hann segir þetta vera algjöran skandal.