Vega­gerðin varar við blæðingum í slit­lagi sem orðið hafa síðustu daga á vegum landsins vegna mikilla hita. Sór ferða­helgi er nú fram­undan og brýnir Vega­gerðin fyrir veg­far­endum að hafa varann á og virða hraða­tak­markanir.

Mikill hiti hefur verið á landinu síðustu daga og er út­lit fyrir að hann haldi á­fram fram yfir helgi. Í til­kynningu frá Veður­stofunni segir að tími fram­kvæmda á vega­kerfinu standi nú sem hæst og að víða sé ný­lögð klæðning á vegum. Í hitunum hafi orðið nokkuð um blæðingar í slit­laginu síðustu daga en við það getur skapast mikil hætta.

Settar hafa verið upp við­varanir víða um land vegna þessa og mun starfs­fólk Vega­gerðarinnar í öllum lands­hlutum fylgjast vel með að­stæðum og mun það grípa til að­gerða ef þess þarf að sögn Vega­gerðarinnar.

„Veg­far­endur eru hvattir til að hafa varann á og virða merkingar og hraða­tak­markanir,“ segir í til­kynningunni.