Tveir menn hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á umfjöllun fjölmiðla um svo­kall­aða „skæru­liða­deild­“ Sam­herja. Annar þessara blaðamanna er Aðalsteinn Kjartansson sem starfar hjá Stundinni, en miðillinn greinir sjálfur frá þessu.

Fram kemur að lögreglan á Norðurlandi eystra telji umfjöllun miðilsins um umrædda „skæruliðadeild“ vera hegningarlagabrot, og eru blaðamennirnir grunaðir um að hafa brotið gegn lagaákvæðum um friðhelgi einkalífsins. 

Þá hyggst lögreglan senda rannsóknarlögreglumann suður til að yfirheyra mennina vegna málsins, og að yfirheyrslur yfir Aðalsteini séu áformaðar á mánudag.

„Skæruliðadeildin“ sem um ræðir var skipuð þeim Þorbirni Þórðarsyni, Örnu Bryndísi Baldvins McClure lögmanni og Páli Steingrímssyni skipstjóra. Í fyrra greindu fjölmiðlar frá þessum hópi og hvernig hann lagði á ráðin um umfjöllun um Samherja í fjölmiðlum. Stundin og Kjarninn greindu fyrst frá henni.