Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur vísað kæru Magnúsar Halldórssonar frá vegna umfjöllunar Sigurðar Más Jónssonar um Kjarnann í tímaritinu Þjóðmál. Málið er um flest samhljóða öðru máli þar sem Þórður Snær Júlíusson kærði sömu umfjöllun.

Siðanefndin tók málið fyrir þann 3. júlí en einn í nefndinni, Friðrik Þór Guðmundsson, skilaði sératkvæði í málinu. Málið snýr að grein sem sem Sigurðar sem birtist í Þjóðmálum en Magnús telur þar ranglega farið með fjölmörg atriði.

Sigurður Már Jónsson skrifaði umrædda grein í tímatirið Þjóðmál.

Í greininni fjallar Sigurður um stofnun Kjarnans og leiðir líkur að því að hann hafi verið stofnaður til að veita yfirvofandi hægristjórn mótstöðu eftir kosningar til Alþingis vorið 2013. Úrskurður nefndarinnar var byggður á fyrri úrskurði nefndarinnar í samhljóða máli þar sem Þórður Snær kærði sömu grein. Þórður og Magnús eru báðir í ritstjórn Kjarnans.

Magnús og Þórður Snær eru báðir í ritstjórn Kjarnans.

Við ákvörðun nefndarinnar var litið til þess hvort siðareglur Blaðamannafélagsins næðu til skrifanna, sum sé hvort þau geti flokkast sem fréttaefni eða fréttaskýring. Í efnisyfirliti Þjóðmála er greinin kynnt sem umfjöllun en ekki fréttaskýring eða fréttaefni og því ná siðareglurnar ekki yfir skrifin.

Eins og fyrr segir var Friðrik Þór ósammála meirihluta nefndarinnar því hann telur að lýsingu Sigurðar sjálfs á greininni, sem hann birti á bloggsíðu sinni, þar sem hann kallar hana „fréttaskýringu“ beri að virða og því ætti að taka kæruna fyrir.