Fé­lagar í Blaða­manna­fé­lagi Ís­lands og fé­lagar í Fé­lagi frétta­manna, stéttar­fé­lag frétta­manna á Ríkis­út­varpinu hafa sam­þykkt að sam­eina fé­lögin undir merkjum Blaða­manna­fé­lags Ís­lands. Þetta kemur fram í til­kynningu sem send var fjöl­miðlum í dag.

Til­lagan var sam­þykkt á aðal­fundi Blaða­manna­fé­lags Ís­lands 28. apríl og á aðal­fundi Fé­lags frétta­manna í gær­kvöldi. Stétt blaða- og frétta­manna verður því sam­einuð undir einu fé­lagi, en fé­lagið verður bæði stéttar­fé­lag og fag­fé­lag. Sam­einingin tekur gildi 1. júní.

„Á undan­förnum árum hefur verið sótt að fag­legri blaða- og frétta­mennsku á Ís­landi í sí­auknum mæli,“ segir Sig­ríður Haga­lín Björns­dóttir, for­maður Fé­lags frétta­manna, og bætir við að blaða- og frétta­menn þurfi að þétta raðirnar og standa saman gegn þeim ógnum sem steðja að stéttinni.

Sig­ríður Dögg Auðuns­dóttir, for­maður Blaða­manna­fé­lags Ís­lands segir sam­eininguna senda sterk skila­boð út í sam­fé­lagið um mikil­vægi fag­legrar blaða­mennsku á þeim tímum sem sótt er að blaða­mennsku og fjöl­miðlum.

„Öflugt, sam­einað fé­lag blaða­manna verður mikil­vægur vett­vangur fyrir fag­legt starf og mun vinna að því að skapa grund­völl fyrir sterka, sjálf­stæða fjöl­miðla í rekstrar­um­hverfi sem er meira krefjandi en nokkru sinni,“ segir Sig­ríður Dögg.

Fé­lag frétta­manna hefur til þessa verið aðildar­fé­lag Banda­lags há­skóla­manna en eftir sam­eininguna verður fé­lagið starf­rækt á­fram sem deild í Blaða­manna­fé­laginu.