Bandaríski íþróttablaðamaðurinn Grant Wahl lést í Katar í gærkvöldi. Wahl sem var 48 ára, hneig niður á fjölmiðlasvæðinu á Lusail leikvanginum þar sem leikur Argentínu og Hollands fór fram á HM í fótbolta.
Viðbragðsaðilar á vellinum hlúðu að honum og var hann fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn, samkvæmt BBC.
Wahl vakti heimsathygli fyrr á mótinu þegar hann mætti í bol með regnbogalitunum á til stuðnings hinsegin fólks á leik Bandaríkjanna og Wales. Hann fékk að fara inn á völlinn í bolnum og var í haldi lögreglunnar í rúmar þrjátíu mínútur eftir atvikið.
Samkvæmt fyrstur fregnum er sagt að Wahl hafi fengið hjartaáfall en það hefur ekki verið staðfest.
Á heimasíðu sinni á mánudag greindi Wahl sjálfur frá því að hann hefði verið veikur. Hann sagðist hafa leitað til læknis sem sagði hann vera með lungnabólgu og skrifaði upp á sýklalyf fyrir hann.
Yfirlýsingu bandaríska knattspyrnusambandsins um andlátið má sjá hér að neðan.
U.S. Soccer Statement On The Passing Of Grant Wahl: pic.twitter.com/CBp1mCK1mQ
— U.S. Soccer (@ussoccer) December 10, 2022
Eiginkona Wahls segist einnig vera í áfalli eftir fréttirnar en þakkar öllum þeim sem hafa stutt við bakið á sér síðusta sólarhring.
I am so thankful for the support of my husband @GrantWahl's soccer family & of so many friends who've reached out tonight.
— Céline Gounder, MD, ScM, FIDSA 🇺🇦 (@celinegounder) December 10, 2022
I'm in complete shock. https://t.co/OB3IzOxGlE