Rannsóknarblaðamaður var skot­inn til bana þegar óeirðir brutust út í Londonderry á Norður-Írlandi í gærkvöld. Lög­regla rann­sak­ar morðið og óeirðirn­ar sem hryðju­verk. Blaðamaðurinn hét Lyra McKee og var 29 ára gömul. Byssumaðurinn var að skjóta á lögreglu og varð McKee fyrir skoti í átökunum. Hún var flutt á sjúkra­hús í lög­reglu­bíl þar sem hún lést af sár­um sín­um skömmu síðar.

Lyra Mckee rannsóknarblaðamaður
BBC

Mark Hamilton, aðstoðarlögreglustjórinn á svæðinu, segir nýja írska lýðveldissinna standa fyrir árásinni. Hann segir að yfir 50 sprengjum hafi verið varpað á lögreglu, tveir stóðu þeir í ljósum logum og var það klukkan á ellefta tímanum þegar skotum var hleypt af.

Óeirðir fylgja oft páskum á Norður-Írlandi, en þá minnast írskir lýðveldissinnar páskauppreisnarinnar 1916. Óeirðirnar í gærkvöldi brutust út þegar lögreglan á svæðinu réðst inn á heimili í hverfinu til að gera húsleit.