Á Fréttavaktinni í kvöld ræðum við við Jemimu Beukes blaðamann hjá The Namibian Sun sem hefur fjallað um spillingarmál tengd kvótamálum og sjávarútvegi þar í landi og tengsl Samherjamanna við málið. Í júní síðastliðinum kom hingað til lands háttsett sendinefnd frá Namibíu en samkvæmt heimildum blaðamannsins voru nefndarmenn ósáttir við þær móttökur sem þeir fengu hér á landi, sérstaklega í dómsmálaráðuneytinu, þar sem Brynjar Níelsson aðstoðarmaður dómsmálaráðherra tók á móti nefndinni.

Hér er brot úr viðtalinu sem sýnt verður á Fréttavaktinni í kvöld sem hefst í opinni dagskrá kl. 18:30 á Hringbraut.