Styttan af mót­mælandanum Jen Reid var reist á stalli fyrrum þræla­haldarans Edward Col­ston í gær­morgun en var fjar­lægð rúm­lega 24 klukku­stundum síðar.

Mynd af Reid með hnefann á lofti á stalli styttunnar vakti heims­at­hygli eftir að styttunni af Col­ston var steypt af stóli og fleygt í sjóinn snemma í júní. Myndin veitti lista­manninum Marc Quinn inn­blástur og varð til þess að skúlptúr af Reid var komið fyrir í skjóli myrkurs í gær­morgun á að­eins fimm­tán mínútum til að forðast af­­skipti yfir­­valda.

Iðnaðar­menn á vegum borgar­ráðsins fjar­lægðu styttuna af Reis á sjötta tímanum í morgun og fluttu hana í burtu á flutninga­bíl.

Íbúar ráða framtíðinni

Bæjar­stjóri Bristol, Marvin Rees, sagði að það væri undir bæjar­búum komið hvað myndi taka stöðu um­deildu styttunnar.

Col­ston var þekktur þræla­sali á 17. öld og hefur stytta af honum staðið í Bristol síðan árið 1895. Styttan hefur löngum verið um­­­deild og fengu mót­­mælendur loks nóg í síðasta mánuði þegar reipi var slengt utan um styttuna og hún togið niður af stalli sínum og í kjöl­farið veltu að höfninni og þaðan út í sjó.

Jen Reid var mynduð fyrir framan styttuna í gær.
Fréttablaðið/Getty