Þor­gerð­ur Katr­ín Gunn­ars­dótt­ir, for­mað­ur Við­reisn­ar og móð­ir lands­liðs­manns­ins Gísl­a Þor­geirs Kristj­áns­son­ar, seg­ir stemn­ing­un­a í höll­inn­i í Krist­i­an­stad í Sví­þjóð í dag vera ó­trú­leg­a.

„Þett­a er stór­kost­leg stemn­ing. Ég hef far­ið á mörg mót en bláa haf­ið hef­ur aldr­ei ver­ið kröft­ugr­a eða eins á­hrif­a­mik­ið og það er núna,“ seg­ir hún en hún er eins og þús­und­ir ann­arr­a Ís­lend­ing­a stödd á stuðn­ings­mann­a­svæð­in­u á vell­in­um í Krist­i­an­stad þar sem Ís­land kepp­ir við Ung­verj­a­land í kvöld.

Þorgerður Katrín og kærasta Gísla Þorgeirs, Rannveig Bjarnadóttir.
Fréttablaðið/Aðsend

„Það er ó­trú­leg stemn­ing og mik­il stemn­ing sem strák­arn­ir eru að fá í gegn­um fólk­ið sem kem­ur hvað­a­næv­a að,“ seg­ir Þor­gerð­ur.

Hún seg­ir að fólk átti sig alveg á því að Ung­verj­arn­ir séu hrik­a­leg­a sterk­ir.

„Þeir eru öfl­ug­ir lín­u­menn og há­vaxn­ir en stemn­ing­in fyr­ir utan er lið­in­u til góðs. Það er mik­il gleð­i og sam­heldn­i,“ seg­ir Þor­gerð­ur.

Það er rífandi stemning á stuðningsmannasvæðinu.
Fréttablaðið/Aðsend

En þett­a er per­són­u­leg­a líka spenn­and­i, fyr­ir þig?

„Jú, mað­ur auð­vit­að er stress­að­ur eins og ör­ugg­leg­a all­ir for­eldr­ar eru sem eru að fara að horf­a á þenn­an leik. En þett­a er frá­bært lið og þjálf­ar­i sem við erum með og það er á­stæð­a til að vera já­kvæð­ur. En þett­a er vinn­a. Það er einn leik­ur í einu og við vit­um að það þarf að vinn­a þenn­an. Ef okk­ur tekst það þá eru okk­ur all­ir veg­ir fær­ir þann­ig þett­a er „make or bre­ak,“ seg­ir Þor­gerð­ur og að með heppn­i og góðu dags­form­i þá muni þett­a enda vel í kvöld.

Mikið stuð og bláa hafið kröftugt.
Fréttablaðið/Aðsend