Meðan á ökuferðinni stendur, sem hefst í mars, mun Ariya takast á við öfgakennt landslag, svo sem ísjaka, djúpan snjó, brattar fjallshlíðar og eyðimerkuröldur. Arctic Trucks, sem býr að langri reynslu af akstri við erfiðustu aðstæður sem fyrirfinnast á jörðinni, þar á meðal á Norðurpólnum og Suðurskautslandinu, hönnuðu breytinguna á Ariya ásamt verkfræðingum Nissan og eru um þessar mundir að undirbúa ferðina við fjölbreyttar aðstæður á hálendi Íslands.

Breytingum á grunnkerfum bílsins var viljandi haldið í lágmarki en mikil sérhæfð vinna átti sér stað við breytingu á yfirbyggingu ásamt fjöðrunarbúnaði og sérstökum verndarbúnaði fyrir rafhlöðu. Engar breytingar voru gerðar á háþróuðu e-4ORCE fjórhjóladrifstækni bílsins, sem Nissan þróaði sérstaklega fyrir rafbíla, né heldur á rafhlöðukerfinu. Til að hlaða rafhlöðu Ariya á ferðalaginu verður með í för lítil og nett hleðslustöð tengd vindmyllu 5,7 kW rafhlöðu og sólarrafhlöðum sem nýtt verða til að hlaða Ariya á hvíldartímum leiðangursteymisins.
Á kynningunni á laugardag, 4. febrúar milli kl. 12 og 16, verða m.a. viðstaddir tæknisérfræðingar frá Arctic Trucks sem veitt geta áhugasömum gestum ítarlegar upplýsingar um hönnun breytingarinnar á Ariya og leiðangurinn fram undan. Einnig hefur Nissan opnað sérstaka upplýsingasíðu á netinu þar sem leiðangurinn er kynntur og hægt er að nálgast hér.