MG5 Electric Station Wagon er fyrsti 100% rafbíllinn í skutútgáfu á markaðnum þar sem höfuðáhersla er lögð á notagildi fyrir fjölskyldur og ferðaglaða. Þannig er farangursrýmið 479 lítrar og stækkanlegt í 1.367 lítra. MG5 er rúmir 4,5 metrar að lengd, ríflega 1,8 metrar á breidd og liðlega 1,5 metrar á hæð og er hjólhafið tæpir 2,7 metrar sem skapar meira pláss í farþegarýminu.

Rafhlaða MG5 er 61,1 kWh sem veitir við góðar aðstæður á blinu 380-400 km drægni eftir búnaðarúrfærslum. Rafmótor MG5 er 115 kW sem skilar um 156 hestöflum og 280 Nm togi til framhjólanna. MG5 getur tekið við þriggja fasa 11 kW AC hleðslu eða 87 kW DC hleðslu sem skilar u.þ.b. 80% hleðslu á fjörutíu mínútum. Hámarkshraði MG5 er 185 km/klst og hröðun úr kyrrstöðu í 100 km/klst. er rúmar 8 sek.

Hámarksdráttargeta MG5 er 500 kg og hlaða má 50 kg á dráttarkrók bílsins á þar til gerðar festingar auk þess sem langbogar MG5 á þaki eru gerðir fyrir allt að 75 kg hleðslu.

BL býður MG5 Electric Station Wagon í tveimur búnaðarútfærslum; Comfort, sem kostar 5.190 þúsundir króna, og Luxury, sem kostar 5.390 þúsundir króna. Báðar gerðir eru vel búnar öryggis- og þægindabúnaði á borð við MG Pilot aðstoðarkerfið, MG iSMART Lite, 7“ snertiskjá, hita í framsætum, lyklalaust aðgengi, Android Auto™ og Apple Carplay™ og 6 hátölurm auk skynvædds hraðastillis svo nokkuð sé nefnt. Luxury útgáfa MG5 kemur svo á 17“ álfelgum í stað 16“, 360° myndavél með kvikum leiðsögulínum, vandaðri sætisáklæðum og hitastýringu svo dæmi séu tekin, segir í fréttatilkynningu frá BL.