Kanadíska brugg­húsið Hell’s Basement og ný­sjá­lensk leður­verslun féllu bæði í gryfju slæmra þýðinga eftir að hafa ó­af­vitandi notað te reo Maori orðið yfir skapa­hár til að nefna vöru­merki sín.

Brugg­húsið nefndi ný­sjá­lenska Pale Ale bjór­tegund sína Huru­huru og leður­verslun í Wellington í Nýja Sjá­landi gaf verslun sinni sama nafn.

Tungu­mála­notkun til trafala

Sjón­varps­maðurinn Te Hamua Nikora sagði bæði fyrir­tækin gerast sek um menningar­nám eftir að hann út­skýri að flestir Maóríar myndu nota orðið huru­huru um skapa­hár. Nikora hafði sam­band við bæði fyrir­tækin og upp­lýsti þau um mis­tökin.

„Ef þú ert að selja leður, kallaðu það leður, ekki kalla það skapa­hár nema þú sér að selja skapa hár og ekki kalla bjór skapa­hár nema þú út­búir hann með skapa­hárum.“ Hann kallaði eftir því að fyrir­tæki sem væri ekki í eigu Maóría mynda nota sitt eigið tungu­mál til að aug­lýsa vörur sínar.

Ekki ætlunin að særa

Einn stofn­enda Hell’s Basement brugg­hússins, Mike Pat­riquin, viður­kenndi í sam­tali við RNZ frétta­stofuna að hann hafi talið að huru­huru þýddi fjöður. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir að við gætum sært fólk með list­rænni út­færslu okkar á vöru­merkinu en miðað við við­brögðin munum við reyna að gera betur í fram­tíðinni,“ sagði Pat­riquin.

Tals­maður leður­verslunarinnar Huru­huru greindi einnig frá því að það hafi ekki verið ætlunin að vinna neinum skaða með nafn­giftinni. Talið var að orðið þýddi ull, fjöður eða feldur.