Björn H. Hall­dórs­son, fram­kvæmda­stjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfir­lýsingu vegna skýrslu Innri endur­skoðunar um mál Sorpu. Hann segir skýrsluna ein­kennast af röngum ó­traustum og sam­hengis­lausum á­lyktunum um for­sendur og gæði starfa hans.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá fyrr í dag var Björn settur af vegna skýrslunnar sem fjallaði um fram­úr­keyrslu við fram­kvæmdir í Álfs­nesi. Sagðist stjórn Sorpu meðal annars ætla að taka sér tíma til að vinna úr og rýna í skýrsluna.

„Á þeim 12 ára tíma sem undir­ritaður hefur gegnt stöðu fram­kvæmda­stjóra SORPU bs. hafa aldrei verið gerðar at­huga­semdir við störf mín,“ segir meðal annars í til­kynningu Björns. Það eigi meðal annars við fram­setningu rekstrar­á­ætlana á stjórnar­fundum, frá­vika­greiningu vegna þeirra og á­ætlana­gerð vegna fram­kævma á vegum fyririr­tækisins.

Þá segist Björn hafna þeim á­virðingum sem á hann eru bornar í skýrslunni hjá innri endur­skoðanda Reykja­víkur­borgar. „Sem reyndar er ekki innri endur­skoðandi SORPU og þekkir tak­markað til fyrir­tækisins eða starfs­um­hverfis og starfa minna.“

Því næst tekur Björn fram að skýrslan ein­kennist af röngum, ó­traustum og sam­hengis­lausum á­lyktunum um for­sendur og gæði starfa hans. „Við gerð skýrslunnar hafa t.d. verið dregnar veiga­miklar á­lyktanir af skjölum sem aldrei hafa komið fyrir sjónir mínar. Sýnir það, eitt og sér, hversu ó­á­reiðan­leg skýrslan er.“

Þá segir Björn að á­lyktanir innri endur­skoðanda séu í and­stöðu við yfir­lýstar skoðanir hans í skýrslu um verk­legar fram­kvæmdir og inn­kaupa­mál hjá Reykja­víkur­borg.

Vitnar hann þar meðal annars í skýrslu innri endur­skoðunar um kostnað vegna mann­virkja­gerðar við frum­kostnaðar­á­ætlun:

„Í fjöl­miðla­um­fjöllun um kostnað vegna mann­virkja­gerðar er kostnaður oft miðaður við frum­kostnaðar­á­ætlun sem er al­gjör­lega ó­raun­hæft því miða skal við kostnaðar­á­ætlun um full­hannað mann­virki.“

Björn segir að þrátt fyrir að innri endur­skoðandi segi þetta „al­gjör­lega ó­raun­hæft“ fram­kvæmi hann saman­burð af þessum toga í málum Sorpu með því að nota margra ára gamlar kostnaðar­á­ætlanir sem Sorpa studdist við áður og jafn­vel löngu áður en ga-og jarð­gerðar­stöðin var full­hönnuð.

Segir hann að ef beitt væri sams­konar saman­burði og í framan­greindri skýrslu og stuðst við á­ætlanir, væru frá­vik frá á­ætlun að­eins í kringum 11,7 prósent, eða innan al­mennra ó­vissu­við­miða. „Væri því helst sann­gjarnt að á­lykta að kostnaðar­á­ætlanir hafi staðist fremur vel en illa.“

„Ég hef að­eins ný­lega fengið af­hent þau gögn sem innri endur­skoðandi Reykja­víkur­borgar segist hafa aflað sér í tengslum við gerð skýrslunnar og vinn að gerð at­huga­semda um hana. Þar til ég hef lokið gerð þeirra mun ég ekki tjá mig frekar um efni hennar.“