Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er ósáttur við íslenska kosningakerfið og segir niðurstöður kosninganna í gær bera merki um vankanta þess.

Í færslu á Facebook-síðu sinni bendir Björn á að ef atkvæðavægi væri jafnt eftir kjördæmum á Íslandi hefðu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hvor um sig fengið einum og tveimur færri þingmenn en raun bar vitni.

Björn segist þó ekki vongóður um að neinar umbætur verði gerðar á kosningakerfinu á nýja kjörtímabilinu. Sjálfur náði Björn Leví endurkjöri sem oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Norður en þinghópur Pírata stóð í stað.

„Ég verð auðvitað að viðurkenna að það voru vonbrigði að ná ekki kjörfylgi en miðað við aðstæður (fjölgun flokka með svipuð markmið) þá er þetta nokkuð ásættanlegt, “ skrifar hann.