Björn Leví Gunnarson varð efstur í prófkjöri Pírata í Reykjavík og verður því oddviti flokksins í Reykjavíkur kjördæmi norður. Næst á lista er Halldóra Mogensen sem leiðir flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Prófkjörskosningin hófst 3. mars og lauk í dag.
Í þriðja sæti listans er Andrés Ingi Jónsson, sem komst á þing fyrir Vinstri græna en sagði sig úr flokknum og var þingmaður utan flokka uns hann gekk til liðs við Pírata fyrir skömmu.
Fjórða sætið vermir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og það fimmta Halldór Auðar Svansson sem setið hefur í borgarstjórn fyrir flokkinn.
Lenya Rún Taha Karmin er í sjötta sæti, Valgerður Árnadóttir í því sjöunda, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir er í því áttunda og Oktavía Hrund Jónsdóttir er í níunda sæti. Sara Oskarsson er síðan í því tíunda.

Sæti 11 til 30 eru eftirfarandi:
Kjartan Jónsson
Helga Völundardóttir
Haukur Viðar Alfreðsson
Eiríkur Rafn Rafnsson
Björn Þór Jóhannesson
Ingimar Þór Friðriksson
Atli Stefán Yngvason
Huginn Þór Jóahnnsson
Einar Hrafn Árnason
Haraldur Tristan Gunnarsson
Jason Steinþórsson
Jón Ármann Steinsson
Steinar Jónsson
Hjalti Garðsson
Ásgrímur Gunnarsson
Hannes Jónsson
Jóhannes Jónsson
Jón Arnar Magnússon
Halldór Haraldsson
Hinrik Örn Þorfinnsson
Fréttin hefur verið uppfærð.