Björn Leví Gunnars­son al­þingis­maður Pírata segist undan­farnar vikur hafa verið far­sa­kenndar. „Í tvo mánuði höfum við fylgst með hópi þing­manna af­hjúpa lög­brot, trassa­skap og stór­kost­lega van­virðingu við lýð­ræðið,“ segir Björn.

Fram­kvæmd síðustu kosningar var for­kastan­leg, sam­kvæmt Birni, en Al­þingi sendi ekki skýr skila­boð til að for­dæma upp­á­komurnar í Norð­vestur­kjör­dæmi. „Þvert á móti á­kváðu flest í þessum sal að stað­festa niður­stöðu sem enginn veit hvort sé rétt eða ekki,“ segir Björn.

Björn segir að enginn viti með fullri vissu hvernig at­kvæðin skiptust í kjör­dæminu og því ekki hægt að vita hvort vilji kjós­enda hafi virki­lega náð fram að ganga.

„Al­þingi féll á fyrsta prófinu og mun þurfa að starfa í skugga efa­semda um lög­mæti sitt allt kjör­tíma­bilið. Þetta er farsi, og á­byrgð Al­þingis er mikil,“ segir Björn.

Þoku­kennd og ó­skýr lof­orð

Björn líkir ríkis­stjórnar­sam­starfinu við laskað hjóna­band sem haldið er gangandi fyrir börnin. Hann segir stjórnar­sátt­málann inni­halda þoku­kennd og ó­skýr lof­orð sem fela ekki í sér neinar skuld­bindingar.

„Þau ætla sér ekki að taka for­ystu í lofts­lags­málum, þrátt fyrir að við höfum alla burði til þess. Þau ætla sér ekki að gera auð­lindir landsins að þjóðar­eign, þrátt fyrir skýra niður­stöðu í þjóðar­at­kvæða­greiðslu,“ segir Björn.

Þá gagn­rýnir Björn að ekki sé farið í að styrkja stoðir lýð­ræðisins, eins og hann orðar það, heldur skoða að­eins af­markaða kafla stjórnar­skrárinnar. „Enn og aftur þarf að minna á að það er þjóðin sem er stjórnar­skrár­gjafinn,“ segir Björn.

Sátt­málinn boðar upp­gjöf í kringum stóru málin, segir Björn, stjórnar­skrána, há­lendis­þjóð­garðinn, hús­næðis­vandann, eflingu Al­þingis og trausti á stjórn­málum. „Í staðinn á að botn­virkja landið og einka­væða inn­viði og grunn­þjónustu,“ segir Björn.

„Lýð­ræðið deyr ekki á einni nóttu. Dauði þess er hægur og birtist okkur í skeytingar­leysi, tóm­læti og van­rækslu gagn­vart leik­reglum lýð­ræðisins,“ segir Björn og vitnar í Al Smith sem segir að alla galla lýð­ræðisins sé hægt að laga með meira lýð­ræði.