Björn Leví Gunnars­son, þing­maður Pírata, segir að ó­þolin­mæðin hafi borið hann ofur­liði í kosninga­sjón­varpi Stöðvar 2 fyrir síðustu kosningar. Björn Leví gerir málið upp í grein í Morgun­blaðinu í dag þar sem hann kveðst sjá eftir því að hafa verið ó­kur­teis en útskýrir þó sína hlið á málinu.

„Það var í kosn­inga­­sjón­­varp­inu á Stöð tvö. Ég hafði aldrei verið í kosn­inga­­sjón­­varpi áður, bara horft á það og var nú í til­­bú­inn til þess að út­­skýra frá­bæra kosn­inga­­stefnu Pírata í beinni út­­send­ingu á­samt fram­bjóð­end­um hinna flokk­anna. En hvað gerðist? Eitt­hvað allt annað en ég bjóst við,“ segir hann.

Í grein sinni segir Björn að fyrir þáttinn hafi Heimir Már Péturs­son sagt fram­bjóð­endum að hann myndi passa upp á að allir fengju jafn mikinn tíma í þættinum. Hann væri með það í eyrunum og hafi bent á heyrnar­tólin sem hann var með.

„Mér fannst hins veg­ar koma í ljós þegar leið á þátt­inn að ætl­un­in var ekki að leyfa fólki að fá jafn mik­inn tíma. Þá greip ég fram í fyr­ir öðrum fram­bjóð­end­um. Ég man ekki hverj­um en minn­ir að það hafi verið ein­hver af for­­mönn­um stjórn­ar­­flokk­anna.“

Stjórnarflokkarnir spurðir fleiri spurninga

Björn segir að kannski hefði þetta ekki átt að koma honum á ó­vart. Viður­kennir hann að hafa aldrei verið með Stöð 2 og ekki fylgst nægi­lega vel með fyrir­komu­laginu á um­ræðunum þar áður.

„Hver svo sem or­­sök­in var þá var af­­leiðing­in sú að ég var ó­kur­t­eis og ég sé eft­ir því. Það er ekki neinum öðrum að kenna en mér,“ segir hann meðal annars og út­skýrir málið enn frekar. Segir hann að upp­á­komur sem þessar séu gegnum­gangandi vanda­mál í ís­lenskum fjöl­miðlum.

„Til­­finn­ing­in fyr­ir þessu ó­jafn­­vægi í tíma fannst mér vera vegna þess að þátta­­stjórn­andi spurði for­­menn stjórn­ar­­flokk­anna fleiri spurn­inga. Það var ó­sagt, en greini­­lega ætl­un­in, að aðrir ættu að grípa fram í. Og þegar líða tók á þátt­inn bar ó­þol­in­­mæðin mig of­ur­liði. Ó­sann­girn­in í því að lof­orð um jafnt tæki­­færi til þess að kom­ast að væri brotið var ein­fald­­lega yf­ir­gnæf­andi.“

Ekki einsdæmi

Björn Leví viður­kennir í grein sinni að eftir á að hyggja hefði hann átt að spyrja þátta­­stjórn­anda beint hvort það væri ætl­un hans að láta fólk grípa inn í og verða þannig ó­kur­t­eisi fram­bjóðand­inn eða hvort hann væri hrein­lega að gleyma sér svona ræki­­lega í þátta­­stjórn­inni. Björn segir að því miður sé þetta ekkert eins­dæmi.

„Jafn­ræði skipt­ir miklu máli í stjórn­­mál­um og það er sorg­­legt að sjá þau sem eiga að gæta þess best mis­tak­ast og þetta er ekk­ert eins­­dæmi, t.d. í frétta­ann­ál RÚV komu sjö stjórn­ar­þing­­menn í lok þátt­ar til þess að segja hversu æðis­­legt næsta ár yrði en eng­inn úr minni­hluta. Í sama frétta­ann­ál voru kosn­inga­aug­­lýs­ing­ar flestra flokka sýnd­ar, ekki allra, og því verður að spyrja hvað ræður því að sum­ir eru skild­ir eft­ir út und­an? Jafnt að­gengi er nefni­­lega ekki bara mik­il­­vægt, það er horn­­steinn lýð­ræðis­­legs sam­­fé­lags,“ segir Björn Leví og bætir við að lokum:

„All­ir gera mis­tök, ég gerði mis­tök þarna og viður­­kenni að ó­sann­­girni er fljót að eyða þol­in­­mæðinni hjá mér og biðst af­­sök­un­ar á því. Næst eiga að vera sýni­­leg­ar skeið­klukk­ur.“