Úr­skurðar­nefnd um upp­lýsinga­mál kvað upp þann úr­skurð í gær, 1. júní, að Seðla­banka Ís­lands bæri að taka upp­lýsinga­beiðnir Björns Jóns Braga­sonar, lög­fræðings og sagn­fræðings, aftur til með­ferðar og af­greiðslu. Nefndin segir af­greiðslu Seðla­bankans á erindi Björns Jóns hvorki hafa sam­ræmst á­kvæðum upp­lýsinga­laga né rann­sóknar­reglu stjórn­sýslu­laga.

At­vik málsins eru þau að Seðla­bankinn hafði synjað Birni Jóni um að­gang að gögnum sem tengjast fé­lögunum Eigna­safni Seðla­banka Ís­lands ehf. (ESÍ) og Hildu ehf. Björn Jón hafði í fyrra­sumar óskað eftir upp­lýsingum um allan lög­fræði­kostnað og kostnað við aðra sér­fræði­ráð­gjöf sem veitt hefði verið ESÍ, dóttur­fé­lögum þess og Hildu. Þeirri beiðni hafði bankinn synjað.

Miklar eignir í Úkraínu

Um­rædd fé­lög höfðu verið stofnuð utan um kröfur veð og fullnustu­eignir sem komist höfðu í hendur Seðla­bankans á árunum eftir fall við­skipta­bankanna en bankinn hafði í­trekað neitað að af­henda upp­lýsingar um ESÍ og Hildu þegar eftir því var leitað.

Björn Jón hafði í rann­sóknum sínum meðal annars komist að því að meðal fé­laga sem tengdust ESÍ og Hildu væru fé­lög sem stofnuð hefðu verið um eignir í Úkraínu, Ukrap­teka Limited og Torpedo Leisure Limited, bæði skráð á Eng­landi, en um­ræddum fé­lögum hafði verið slitið þar í landi þar sem þau höfðu ekki skilað árs­reikningum. Björn Jón kveðst hafa fyrir því heimildir að Seðla­bankinn hafi orðið einn hlut­hafa í fé­lögunum löngu eftir hrun ís­lensku við­skipta­bankanna og virðist að því búnu hafa keypt út stærsta hlut­hafann, Ís­lands­banka, og síðan fest háar fjár­hæðir í fé­lögunum. Eftir slit um­ræddra fé­laga hefðu eignir þeirra væntan­lega verið komnar í beina eigu Seðla­banka Ís­lands.

„Svo virðist sem um­tals­verðar eignir hafi verið í þessum fé­lögum í Úkraínu og ég óskaði því eftir öllum fyrir­liggjandi gögnum um þessar eignir sem ég taldi full­víst að væru í vörslum Seðla­bankans ellegar lög­manns bankans,“ segir Björn Jón, en að hans á­liti sætir undrun að Seðla­bankinn hafi fengið þessar eignir í sínar hendur – eða af­hent þær öðrum – án þess að fá nokkur gögn um til­vist eða af­drif þeirra en ætla megi að verð­mætin hlaupi á hundruð milljóna króna:

„En ef þetta er staðan má telja víst að lög­menn bankans sem véluðu jafn­framt með eignir dóttur­fé­laganna hafi gögnin undir höndum. Fé­lögin voru öll hluti af sam­stæðu bankans og tel ég að lög­giltum endur­skoð­endum bankans hafi borið að stað­reyna til­vist eða af­drif eigna dóttur­fé­laga hans. Það er engu líkara en Seðla­bankinn leggi ofur­kapp á að gögn um þessar eignir komi ekki fyrir al­mennings­sjónir. Eðli­lega læðist sá grunur að manni leyndinni sé ætlað að tryggja að orð­spor bankans bíði ekki hnekki vegna tjóns sem af fjár­festingar­ævin­týrinu hlaust.“

Brot á lögum um skjala­vörslu

Í kjöl­far kæru Björns Jóns óskaði úr­skurðar­nefndin eftir nánari skýringum frá Seðla­bankanum og óskaði meðal annars eftir upp­lýsingum um það hver hefðu orðið af­drif gagna ESÍ, Hildu og annars dóttur­fé­lags, SPB ehf., eftir að þau höfðu verið af­skráð. Nefndin óskaði líka eftir upp­lýsingum um að­komu Seðla­bankans eða ESÍ að eignar­haldi á þeim fé­lögum sem Björn Jón hafði getið í beiðni sinni til bankans og tengdust eignum í Úkraínu, þ.e. Ukrap­teka Limited og Torpedo Leisure Limited. Í svörum bankans kom m.a. fram að við slit og af­skráningu ESÍ og fé­laga í eigu þess hefði Seðla­bankinn ekki fengið af­hent gögn fé­laganna. Og þá hefði bankinn ekki vit­neskju um stöðu ein­stakra af­skráðra fé­laga eða hvort skipta­stjórar eða skila­nefndir hefðu af­hent Þjóð­skjala­safni við­eig­andi skjöl í sam­ræmi við lög um opin­ber skjala­söfn nr. 77/2014. Úr­skurðar­nefndin óskaði sjálf eftir upp­lýsingum um það hjá Þjóð­skjala­safni nú í apríl sl. hvort um­rædd fé­lög hefðu af­hent safninu gögn sín í sam­ræmi við lög nr. 77/2014. Í svari Þjóð­skjala­safns kom fram að engin gögn hefðu borist frá þessum lög­aðilum.

Í úr­skurði nefndarinnar segir svo að það sé mat nefndarinnar að einu gildi „þótt ESÍ, Hilda ehf. og SPB ehf. hafi verið sjálf­stæðir lög­aðilar, starf­semi þeirra að­skilin starf­semi Seðla­bankans, og ESÍ og Hilda ehf. undan­þegin gildis­sviði upp­lýsinga­laga um nokkurra ára skeið. Eftir stendur að beiðnum kæranda [þ.e. Björns Jóns] var sannar­lega beint að Seðla­bankanum, þó svo að þær varði upp­lýsingar um dóttur­fé­lög bankans. Seðla­bankinn heyrir undir gildis­svið upp­lýsinga­laga, sbr. 2. gr. laganna. Komið hefur fram af hálfu Seðla­bankans að gögn dóttur­fé­laga hans hafi ekki verið af­hent bankann þegar þeim var slitið og þau af­skráð. Úr­skurðar­nefnd um upp­lýsinga­mál hefur ekki for­sendur til að draga þá stað­hæfingu bankans í efa. Engu að síður telur úr­skurðar­nefndin að bankanum hafi ekki verið heimilt að synja beiðnum kæranda á þeim grund­velli sem gert var, heldur hafi honum boðið að taka beiðnir kæranda til efnis­legrar með­ferðar á grund­velli IV. kafla upp­lýsinga­laga.“