Björn Ingi Hrafns­son, rit­stjóri Viljans, hvetur Þór­ólf Guðna­son sótt­varna­lækni til að huga á­fram að sam­stöðu þjóðarinnar nú þegar farið er að hylla undir eðli­legt líf að nýju eftir kórónu­veirufar­aldurinn.

Þetta segir Björn Ingi í opnu bréfi til Þór­ólfs á vef Viljans, en Björn Ingi hefur verið á­berandi í frétta­flutningi af CO­VID-19 í far­aldrinum.

Þór­ólfur hefur sætt þó nokkurri gagn­rýni að undan­förnu vegna þeirra tak­markana sem enn eru í gildi. Hefur Þór­ólfur bent á að huga þurfi að öðrum pestum, in­flúensu og RS-vírusnum til dæmis.

Staðan önnur og betri í dag

Björn Ingi tekur fram að ís­lenska þjóðin hafi verið heppin að njóta leið­sagnar Þór­ólfs í far­aldrinum og sjálfur hafi hann notið þess að eiga góð sam­skipti við hann.

„Í öllu al­þjóð­legu sam­hengi höfum við sloppið vel sem þjóð og það er ekki síst vegna þess að við fórum þá leið að treysta fag­legu mati okkar bestu sér­fræðinga þegar heims­byggðin var eitt spurningar­merki yfir smit­sjúk­dómi sem gekk eins og eldur í sinu með hörmu­legum af­leiðingum.“

Björn Ingi segir að staðan nú sé önnur og betri, ekki síst vegna þess að Ís­lendingar sinntu kalli Þór­ólfs, fjöl­menntu í bólu­setningu og lærðu að passa upp á ein­stak­lings­bundnar sótt­varnir.

„En ein­mitt vegna þess að við höfum staðið okkur svo vel og fylgt leið­beiningum þínum og holl­ráðum sam­visku­sam­lega, skynja ég nú mikla ó­á­nægju og pirring yfir því að ekki gangi hraðar en raun ber vitni að slaka á sam­komu­tak­mörkunum og skerðingu á per­sónu­frelsi okkar borgaranna. Skerðingu sem var al­ger­lega for­dæma­laus og átti alltaf að­eins að vera tíma­bundin,“ segir Björn Ingi og nefnir að hin Norður­löndin hafi af­létt öllum tak­mörkunum og margar aðrar þjóðir einnig. Hér á landi gildi enn ýmsar tak­markanir og ó­á­nægja sé með það, ekki síst þær rök­semdir að aðrir þættir, inflúensa og RS-vírus til dæmis, geri það að verkum að neyðar­á­stand geti skapast í heil­brigðis­kerfinu.

Finnur ný og ný rök

Bendir Björn á að hættan af RS-vírus og in­flúensu hefði aldrei ein og sér leitt af sér sam­komu­tak­markanir. „Og þess vegna virkar það nú, eins og þú sem sótt­varna­læknir sért farinn að finna ný og ný rök fyrir því að halda ó­breyttum ráð­stöfunum. Ef ekki út af CO­VID-19, þá bara ein­hverju öðru.“

Í bréfi sínu, sem má lesa í heild sinni hér, hvetur Björn Ingi Þór­ólf til að standa við það að af­létta tak­mörkunum þegar þær eru ekki lengur bráð­nauð­syn­legar.

„Til dæmis grímu­skyldu, opnunar­tíma skemmti­staða og reglum um há­marks­fjölda. Annars er hættan sú að lands­menn hætti að taka mark á þessum reglum, virði þær að vettugi og komi sér hjá þeim. Það verður svo aftur til þess að sam­staðan rofnar og það gæti komið í bakið á okkur seinna meir, ef staðan breytist og aftur verður á­stæða til al­vöru að­gerða.“