Björn Ingi Hrafns­son, rit­stjóri Viljans, segir kröfu Líf­eyris­sjóðsins Gildi um gjald­þrota­skipti hjá Viljanum vera vegna mis­taka en Mann­líf greindi frá því fyrr í dag að Héraðs­dómur Vestur­lands taki kröfuna fyrir þann 11. mars næst­komandi.

„Í annað sinn les ég fyrst um slíkt í fjöl­miðlum, jafn fá­rán­legt sem það er og al­gjör­lega að til­efnis­lausu,“ segir Björn Ingi í færslu um málið á Face­book og bætir við að málið hafi aldrei átt að fara á dag­skrá Héraðs­dóms.

Ósáttur við fréttaflutning

Frétta­blaðið greindi frá því síðast­liðinn októ­ber að Sýslu­maðurinn á Vestur­landi hafi gert kröfu um gjald­þrota­skipti Út­gáfu­fé­lags Viljans. Björn Ingi kvaðst ekki hafa heyrt þá af málinu fyrr en það endaði í fjöl­miðlum en beiðni sýslu­mannsins var aftur­kölluð skömmu síðar.

Í færslu Björns Inga á Face­book gerir hann at­huga­semdir við frétta­flutning Mann­lífs en að hans sögn voru mis­tök gerð í einni skila­grein sem hafi áður verið út­skýrt. „Meint skuld er innan við 50 þúsund krónur, hvorki meira né minna.“

„Það er nógu erfitt að standa í bar­áttunni og halda sjó, þótt ekki sé sí­fellt vit­laust gefið með þessum hætti,“ segir Björn Ingi. „Mér er ekki skemmt yfir í­trekuðum til­raunum til að taka mann niður, það getur ekki verið að það liggi svona á að þagga niður í mér.“

Ég sé að Mannlíf slær því upp að Lífeyrissjóðurinn Gildi hafi farið fram á gjaldþrotaskipti hjá Viljanum skv. dagskrá...

Posted by Björn Ingi Hrafnsson on Miðvikudagur, 3. mars 2021