Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður er kominn í sóttkví eftir að elsti sonur hans greindist með Covid-19 í vikunni.

„já, þetta eru mikil tíðindi,“ segir Björn Ingi á léttum nótum þegar Fréttablaðið náði tali á honum í morgun, en hann hefur sloppið sóttkví og einangrun síðastliðin tvö ár. „Það er svo sem ekki yfir neinu að kvarta, það eru allir í þessu. Við erum bara tveir hérna ætlum bara að hafa það kósí hérna feðgarnir, segir Björn Ingi.

Stjórnvöld fara ekki eftir því sem óskað er eftir

Björn segist vera rólegur yfir þeim möguleika á að smitast, þar sem hann er fullbólusettur með örvunarskammt og sonur hans líka. Hann hefur þó áhyggjur af stöðunni í samfélaginu og segir þróunina og tölur Landspítalans ekki góðar.

„Ég er bara undrandi á því eins og held ég flestir að minnisblaðið frá Þórólfi og því sem landspítalann segir gefi dökka mynd finnst mér eins og ríkisstjórnin sé að horfa fram hjá þessu og vona það besta.

Ríkisstjórnin létu aðgerðir eru óbreyttar í þrjár, sem er ekki eftir ráðleggingum Þórólfs og að Víðir hafi beðið okkur um að vera heima í janúar, sem virðist ekki vera.“

Björn Ingi spurði á upplýsingafundi um daginn hvers vegna skólahald hafi ekki verið seinkað líkt og Þórólfur lagði til, þar sem skólakerfið er að lamast eins og við mátti búast.

„Þegar smit eru svona útbreidd, er bara ómöguleg staða fyrir alla og heilu bekkirnir og skólar að loka vegna einangrunar og sóttkví, og kennarar komast ekki til vinnu. Víðir biður okkur um að vera heima en samt er verið að halda ákveðinni starfsemi gangandi, þá fer þetta illa saman," segir Björn.

„Faraldurinn látinn gossa“

Aðspurður hvort hann haldi að það sé verið að búa til hjarðónæmi í samfélaginu segir hann þjóðin sjái það að faraldurinn í samfélaginu sé látinn gossa, „Það vantar bara að segja það formlega.“ Það er einhver ástæða fyrir því að það sé ekki farið í þessar aðgerðir sem beðið er um, segir Björn Ingi og vitnar í samskiptamiðla þar sem

„Ef við skoðum samskiptamiðla finnst manni annar hver maður vera komin í þessa stöðu, mikil breyting hefur orðið á, eins og ég held að flestir geta tekið undir,“ segir Björn Ingi.

Viðbúinn fjarfundum á næstunni

Björn Ingi ætlar að vera á upplýsingafundinum í dag þar sem hann er við tölvu. „Út frá því hversu útbreidd smit eru í samfélaginu gerir maður alveg grein fyrir því að vera á fjarfundum á næstunni.“

Björn Ingi greindi frá því að hann væri kominn í sóttkví á Instagram.
Mynd/Skjáskot