Björk Vil­helms­dóttir og Tinna Ey­berg hafa nú verið látnar lausar en þær voru hand­teknar á­samt fjórum öðrum fyrr í dag í Palestínu. Sveinn Rúnar Hauks­son, eigin­maður Bjarkar, greinir frá þessu á Face­book síðu sinni.

Fréttablaðið greindi frá því fyrr í dag að þær höfðu verið hand­teknar við ó­lífu­tínslu í Burin fyrir sunnan Nablus á Vestur-bakkanum í Palestínu og voru fluttar til land­töku­byggðarinnar Ariel í kjöl­farið.

Björk er með­limur friðar­þjónustu kvenna til að veita verndandi við­veru og að­stoða við ó­lífu­upp­skeru en tveir aðrir sjálf­boða­liðar í Al­þjóða­friðar­starfi kvenna í Palestínu voru einnig hand­teknir. Sveinn segir að þeim hafi einnig verið sleppt úr haldi.

„Þökkum allan góðan stuðning og sam­stöðu ekki síst frá borgara­þjónustu utan­ríkis­ráðu­neytisins og ræðis­manni Ís­lands í Tel Aviv,“ skrifar Sveinn í annarri færslu.