Björk Eiðsdóttir hefur tekið við stjórn helgarblaðs Fréttablaðsins. Björk er þrautreynd í blaðamennsku og ritstjórn, hefur áður verið ritstjóri og útgefandi tímaritsins Man, ritstjóri Glamour og efnisþáttarins Lífið í Fréttablaðinu. Áður hefur Björk starfað sem ritstjóri Séð og heyrt og við dagskrárgerð á SkjáEinum og Hringbraut.

„Auðvitað fylgja nýju fólki einhverjar breytingar og munu þær birtast með tíð og tíma,“ segir Björk spurð að því hvort að einhverra breytinga megi vænta með tilkomu hennar.

Björk segist vera mjög spennt fyrir því að taka við Helgarblaðinu og að áralöng reynsla sín af útgáfu tímarita muni nýtast sér vel í starfinu.

„Ég hlakka til að framleiða og halda utan um metnaðarfullt og fjölbreytt efni sem lokar vikunni hjá lesendum.“