Heil­brigðis­eftir­lit Reykja­víkur hefur sett sölu­bann á bjórinn Loft vegna þess að um­búðir bjórsins brjóta í bága við lög um tóbaks­varnir. Þetta kemur fram í frétt RÚV en á dós bjórsins má sjá Loft Gunnars­son útigangsmann með sígarettu í munn­vikinu.

Bjórinn er til­einkaður Lofti og kom út í síðustu viku á dánardegi hans en Loftur lést árið 2012. Bjórinn kom út í síðustu viku á dánar­degi Lofts og rennur á­góðinn af sölunni í minningar­sjóð sem ætla að bæta hag úti­gangs­manna. Það eru Ægir Brugg­hús og Mói öl­­gerðar­­fé­lag sem standa að fram­­leiðslunni.

Mikið hefur verið rætt um út­lit bjórsins en fram­kvæmda­stjóri Krabba­meins­fé­lags höfuð­borgar­svæðisins sagði um­búðirnar vera brot á tóbaks­varnir. Út­varps­maðurinn Máni Péturs­son fór á Twitter í gær og hvatti fólk til að kaupa bjórinn og styrkja gott mál­efni svo að „for­ræðis­hyggju­fas­istarnir“ hafi ekki betur.

Sam­kvæmt RÚV sendi Heil­brigðis­eftir­lit Reykja­víkur Vín­búðinni og fram­leið­endum til­mæli um að stöðva sölu á bjórnum þar sem merkingin bjórsins væri brot á tóbaks­varnar­lögum.

„Bannað er enn fremur að sýna neyslu eða hvers konar með­ferð tóbaks eða reyk­færa í aug­lýsingum eða upp­lýsingum um annars konar vöru eða þjónustu og í mynd­skreytingu á varningi,“ segir í úr­skurðinum.

Bjórinn hefur verið tekinn úr sölu og er það nú í höndum fram­leið­endanna að bregðast við.