Björg­vin Páll Gústavs­son, lands­liðs­maður í hand­bolta, opnar sig um and­leg veikindi sín á Face­book-síðu sinni í morgun.

Björg­vin segir frá því þegar hann hafi setið fyrir utan dóm­kirkjuna í Köln í janúar á þessu ári, um miðja nótt, eftir að ís­lenska karla­lands­liðið tapaði fyrir Frökkum á HM. Hann segist vita að hann ætti að vera að sofandi en að hann hafi í of langan tíma hundsað and­lega van­líðan sína.

„Það er nánast enginn á ferli fyrir utan mig, enda nið­dimmt, mið nótt og há­vetur. Ég ætti að vera sofandi á hóteli lands­liðsins, í ná­grenni við lestar­stöðina í Köln. Í langan tíma hef ég reynt að láta ein­kenni um and­legt og líkam­legt hrun sem vind um eyru þjóta,“ segir Björg­vin Páll.

Björgvin Páll hefur spilað víða um heim.
Fréttablaðið/Eyþór

Bjó til brjálaðan handboltamann til að bæla niður veikindi

Hann segir að fyrir utan hversu erfitt það sé að eiga við ein­kenni slíkrar van­líðanar sé það orðið of erfitt að láta eins og ekkert sé í kringum liðs­fé­laga sína.

„Nú þegar mesti gráturinn er yfir­staðinn átta ég mig á því að ég er kominn með al­gjört ógeð á sjálfum mér, eða öllu heldur þessum brjálaða hand­bolta­manni sem ég bjó til í þeim til­gangi að slökkva á líkam­legum og and­legum vanda­málum sem ég hef glímt við í ára­raðir,“ segir Björg­vin og spyr svo að lokum hvernig hann hafi komist þangað.

Færslu Björg­vins er hægt að sjá hér að neðan. Fjöl­margir hafa skilið eftir bar­áttu­kveðjur til Björg­vins og þakka honum fyrir að stíga fram.