Björg­vin Páll mun til að byrja með halda fyr­ir­lestra sína í skól­um í Kópa­vogi þar sem ræt­ur hans liggja en hann hef­ur tjáð sig um æsku sína þar sem hann lenti í mikl­um erfiðleik­um og fyr­ir skömmu gaf hann út bók­ina Án filters þar sem hann seg­ir frá reynslu sinni. Mark­miðið er að ná til ung­linga sem eiga á hættu að lenda í erfiðleik­um og neyslu, mynda tengsl við þá og freista þess að beina þeim inn á rétt­ar braut­ir í líf­inu. Verk­efnið er tví­skipt: ann­ars veg­ar er það Vopna­búrið og Við sem lið en í það ætl­ar Björg­vin Páll að safna saman krökk­um til að vinna per­sónu­lega með.

,,Ég hef mikinn áhuga á því að nýta mína reynslu til að hjálpa börnum og unglingum sem standa frammi fyrir sömu áskorunum og ég gerði. Ástandið er ekki frá­bært, sér­stak­lega á börn­un­um okk­ar“ seg­ir Björg­vin Páll.  Þar vís­ar hann til ný­legra rann­sókna á and­legri líðan í tengsl­um við far­ald­ur kór­ónu­veirunn­ar. Bílaumboðið Askja lætur Björgvin Pál fá afnot að Mercedes-Benz bifreið til að sinna verkefninu og aka á milli grunnskóla landsins. ,,Það er okkur hjá Öskju mikil og sönn ánægja að geta stutt við bakið á þessu góða málefni" segir Arna Rut Hjartardóttir, markaðsstjóri Mercedes-Benz.