Otti Rafn Sig­mars­son, for­maður Slysa­varna­fé­lagsins Lands­bjargar, segir að björgunar­sveitirnar séu komnar út fyrir sitt verk­svið við að sinna gæslu við gos­stöðvarnar í Mera­dölum. Neyðar­sjónar­mið eigi ekki lengur við og því sé vafa­samt að ætlast til þess að sjálf­boða­liðar beri hitann og þungann af gæslu ferða­manna­staðar.

„Þegar eld­gos hófst í Geldinga­dölum í mars á síðasta ári töldu menn að gosið myndi endast í nokkra daga. En tíminn leið og gosið varði að lokum í sex mánuði,“ segir Otti Rafn. „Nú þegar byrjað er að gjósa að nýju veit auð­vitað enginn hve lengi það mun vara en fræði­menn hafa sagt að lík­lega muni þessi vá hanga yfir okkur næstu árin.“

350 björgunar­sveitar­menn í 35 mis­munandi fé­lögum hafa tekið þátt í verk­efnum tengdum eld­gosinu í Mera­dölum sem hófst 3. ágúst síðast­liðinn. Fram hefur komið í fréttum að björgunar­sveitar­fólk fái ekki greitt fyrir gæslu­störf á gos­stöðvunum. Sveitirnar sjálfar hafa hins vegar fengið greiðslur sam­kvæmt samningi til að dekka fastan kostnað í á­kveðinn tíma. Svo sem fyrir álag á tæki og búnað.

Sam­kvæmt Otta Rafni eru verk­efnin mis­jöfn, en flest snúa þau að al­mennri gæslu og að­stoð í kringum gos­stöðvarnar. Önnur verk­efni snúa að inn­viða­upp­byggingu og að­stoð við vísinda­sam­fé­lagið.

Otti Rafn bendir á að þúsundir sjálf­boða­liða björgunar­sveitanna um allt land séu klárar í hvaða verk­efni sem er. Styrk­leikinn liggi aðal­lega í tvennu, hvers kyns slysa­vörnum annars vegar og leit og björgun hins vegar. Inn á milli taki björgunar­sveitir að sér ýmis verk­efni þar sem stjórn­kerfi þeirra, þjálfun og tækja­kostur komi að góðum notum og eru eld­gosin á Reykja­nesi ein­hver bestu dæmin um það.

Otti Rafn Sigmarsson, formaður Landsbjargar.

„Nú þegar ljóst er að ekki er lengur neyðar­á­stand í kringum gos­stöðvarnar, inn­viðir ekki í bráðri hættu og staðurinn orðinn að einum fjöl­sóttasta ferða­manna­stað landsins er tíma­bært að staldra við og skoða hvað tekur við og hversu lengi björgunar­sveitir munu standa vaktina,“ segir Otti Rafn. „Því velti ég fyrir mér hvort það sé á­sættan­legt að sjálf­boða­liðar, sem í frí­tíma sínum æfa og þjálfa sig til þess að bregðast við út­köllum hve­nær sem er sólar­hringsins, beri hitann og þungann á slíkum ferða­manna­stað?“

Þegar verk­efnið sé að standa vaktir á dag­vinnu­tíma dag eftir dag séu björgunar­sveitirnar senni­lega komnar út fyrir verk­svið sitt. Ein­hverjir aðrir þurfi að taka við keflinu og tryggja að ekki verði langt gengið á út­hald björgunar­sveitar­fólks fyrir haustið.

Otti Rafn telur að björgunar­sveitirnar geti tekið að sér smærri og tíma­bundin verk­efni, þegar slysin verða og ein­hver týnist og að miðla upp­lýsingum á síðunni Safetra­vel. Aðrir, til dæmis lög­regla, al­manna­varnir, land­verðir eða þjóð­garðs­verðir, þurfi að taka við gæslunni.

„Við erum nefni­lega alveg til í að vera með og taka þátt en ef við hugum ekki strax að ein­hverjum til þess að taka við af okkur, í dag­legum gæslu­störfum, þá verður enginn til þess að taka þátt þegar stóra út­kallið kemur,“ segir hann.