Óskað var aðstoðar björgunarsveita á Hellu og Hvolsvelli, auk hálendisvaktarinnar, um klukkan tvö vegna konu sem talið er að sé fótbrotin í Jökultungum, milli Hrafntinnuskers og Álftavatns á gönguleiðinni Laugarvegi. Þetta segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.

„Rólega gengur að koma konunni að bíl enda Jökultungur snarbrött brekka sem að öllu jöfnu þarf að ganga mjög rólega niður hvað þá þegar feta þarf niður skriðurnar berandi börur.

Reikna má með að 2-3 klukkustundir í viðbót taki að koma göngukonunni að björgunarsveitarbíl sem mun flytja hana til byggða að sjúkrabíl,“ segir í tilkynningunni.