Göng­­u­m­að­­ur sem stadd­­ur var norð­v­est­­ur af Öskju var sótt­­ur um klukk­­an átta í kvöld af björg­­un­­ar­sv­eit­­ar­­fólk­­i á­­samt land­v­örð­­um Vatn­­a­j­ök­­uls­­þjóð­­garðs en mað­­ur­­inn hafð­­i ræst neyð­­ar­­send­­i sinn þar sem hann var stadd­ur í sjálf­held­u.

Snjór er á svæð­in­u og þurft­i því að not­ast við göng­u­skíð­i og vél­sleð­a til að kom­ast til manns­ins sem var síð­an flutt­ur með vél­sleð­a að jepp­a. Hann verð­ur færð­ur til ör­ygg­is á spít­al­a til lækn­is­skoð­un­ar og bú­ast má við því að þang­að komi hann um mið­nætt­i. Sam­kvæmt til­kynn­ing­u frá Slys­a­varn­a­fé­lag­in­u Lands­björg virt­ist við fyrst­u sýn lít­ið ama að mann­in­um.