„Nóttin var annasöm framan af og sinntu björgunarsveitir um 100 verkefnum frá því að fyrsta útkallað barst um í klukkan 10 í gærkvöldi,“ segir Davíð Már Bjarnason upplýsingarfulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í samtali við Fréttablaðið.

Flest verkefni voru á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og snéri megnið af þeim að foktjóni.

„Klassísk verkefni sem lentu á borði hjá okkur voru ruslatunnur, fiskikör, garðskúrar, þakplötur, byggingarefni á byggingasvefni sem voru að fjúka.

Þá var tilkynnt um kofa sem var að fjúka við eyðibýli á Vatnsleysuströnd og brak sem fauk víða.

Veðrið virtist ganga hratt niður og voru flestar björgunarsveitir komnir í hvíld um klukkan fjögur í nótt,“ segir Davíð.

„Þetta gekk nokkuð vel og hefði örugglega geta verið meira, við búum að því að þetta hafi verið heppilegur tími þar sem þetta gerðist að nóttu til og fáir á ferli.“