Lög­regla hefur óskað eftir að­stöð björgunar­sveita við leit að Maríu Ósk Sigurðar­dóttur, sem lýst var eftir í nótt. Þetta stað­festir Davíð Már Bjarna­son upp­lýsinga­full­trúi Lands­bjargar í sam­tali við Frétta­blaðið.

Hann getur lítið meira sagt um málið eins og er. „Þetta er bara allt í vinnslu eins og er. Lög­reglan er greini­lega í mikilli rann­sóknar­vinnu tengdri málinu og hefur kallað út björgunar­sveitir til að­stoðar við leitina,“ segir Davíð.

Hann vill þá ekki segja ná­kvæm­lega til um stað­setningu leitarinnar.

Á hvítan Dacia Duster

María er 43 ára gömul og er til heimilis í Grafar­vogi í Reykja­vík. Hún er 163 sentí­metrar að hæð með húð­flúr á hlið vinstri handar. María er grann­vaxin og með grá­leitt, axlar­sítt hár. Hún er lík­lega klædd í svartar galla­buxur og lopa­peysu, svarta og hvíta yfir mitti.

Hún hefur til um­ráða hvítan Da­cia Duster með skráningar­númerið VY-J76. Þeir sem geta gefið upp­lýsingar um ferðir Maríu, eða vita hvar hún er niður­komin, eru vin­sam­legast beðnir um að hafa tafar­laust sam­band við lög­regluna í síma 112.

Skrásningarnúmer bíls Maríu er VY-J76.
Aðsend