Björgunar­sveitir á Suður­landi voru kallaðar út í dag vegna um­ferðar­ó­happs, en aksturs­að­stæður voru mjög erfiðar sökum vinds. Kemur þetta fram í til­kynningu frá Slysa­varna­fé­laginu Lands­björg.

Bílaröðin.
Mynd/aðsend

Það þurfti að loka vegum vegna vinds og þurftu björgunar­sveitir að sinna sínum verk­efnum á staðnum vegna þess. Mikill fjöldi bíla var á svæðinu, en þeir þurfti að bíða af sér veðrið áður en þeir gátu haldið för sinni á­fram.

„Það sluppu allir vel, ég veit ekki ná­kvæm­lega hvað gerðist, en það var um­ferðar­slys vegna vinds,“ segir Karen Ósk Lárus­dóttir, verk­efnis­stjóri að­gerða­mála hjá Slysa­varna­fé­laginu Lands­björg.

Hún segir að björgunar­sveitir á svæðinu hafi staðið í fleiri verk­efnum, en nú sé búið að opna vegi.

„Vindurinn er búinn að ganga að mestu niður, en það er aldrei að vita hvað gerist. Við erum alla­vegana til­búin,“ segir Karen.