Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út í dag vegna umferðaróhapps, en akstursaðstæður voru mjög erfiðar sökum vinds. Kemur þetta fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Það þurfti að loka vegum vegna vinds og þurftu björgunarsveitir að sinna sínum verkefnum á staðnum vegna þess. Mikill fjöldi bíla var á svæðinu, en þeir þurfti að bíða af sér veðrið áður en þeir gátu haldið för sinni áfram.
„Það sluppu allir vel, ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist, en það var umferðarslys vegna vinds,“ segir Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnisstjóri aðgerðamála hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.
Hún segir að björgunarsveitir á svæðinu hafi staðið í fleiri verkefnum, en nú sé búið að opna vegi.
„Vindurinn er búinn að ganga að mestu niður, en það er aldrei að vita hvað gerist. Við erum allavegana tilbúin,“ segir Karen.