Dag­ur­inn hef­ur ver­ið ann­a­sam­ur hjá björg­un­ar­sveit­um á Hell­u, Hvols­velli og und­ir Eyj­a­fjöll­um í dag vegn­a ferð­a­lang­a í vand­ræð­um.

Björg­un­ar­sveit­um barst út­kall í morg­un vegn­a göng­u­manns í vand­ræð­um á Fimm­vörð­u­háls­i. Um var að ræða er­lend­an ferð­a­mann sem var bæði kald­ur og hrak­inn eft­ir vind­a- og rign­ing­a­sam­a nótt.

Að sögn upp­lýs­ing­a­full­trú­a björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar fannst göng­u­mað­ur­inn eft­ir stutt­a leit í morg­un og fékk að­hlynn­ing­u hjá björg­un­ar­fólk­i.

Stutt­u eft­ir há­deg­i barst ann­að út­kall vegn­a ferð­a­mann­a sem voru fast­ir í Kross­á. Með liðs­inn­i öfl­ugs trakt­ors Ferð­a­fé­lags­ins í Þórs­mörk tókst að bjarg­a þeim í land áður en illa fór. Vert er að í­trek­a að ár á Suð­ur­land­i og há­lend­i hafa vax­ið mik­ið síð­ust­u daga.