Björgunar­sveitir í Ár­nes­sýslu voru kallaðar út á sjötta tímanum í kvöld til að leita að barni sem hafði farið frá heimili sínu á Sel­fossi fyrr um daginn.

Þetta kemur fram í til­kynningu lög­reglunnar á Suður­landi. Leitin stóð þó ekki lengi því við­komandi fannst fljót­lega skammt frá heimili sínu og hlaut málið því far­sælan endir, eins og færsla lög­reglunnar segir.

Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út nú fyrir skömmu til leitar á Selfossi að barni sem fór frá heimili sínu...

Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Tuesday, September 29, 2020