Björgunar­sveitir á Suður­landi voru kallaðar út klukkan 19:21 í kvöld eftir að til­kynning barst til Neyðar­línunnar um bíl sem var fastur á Mæli­fellssandi, rétt norður af Mýr­dals­jökli.

Þrennt var í bílnum sem var á vestur­leið um há­lendið er hann festist í snjó. Þar sem lé­legt síma­sam­band var á svæðinu þurfti fólkið að ganga nokkurn spöl til að komast í sam­band og óska eftir hjálp.

Sam­bandið var þó slit­rótt en þeim tókst þó að láta vita að þau væru ekki við bílinn. Þau gáfu upp stað­setningu en ekki var vitað hvort það væri stað­setning bílsins eða þeirra.

Af þessum sökum voru kallaðar út nokkrar björgunar­sveitir og þær sendar á Mæli­fellssand úr tveimur áttum, þar sem talin var mögu­leiki á því að fólkið væri ekki við bílinn og að leita þyrfti að því.

Rétt upp úr níu kom björgunar­sveitar­fólk að bílnum og fann öll þrjú um borð í bílnum. Nú er verið að draga bílinn úr snjónum og mun björgunar­sveitar­fólk fylgja hópnum til byggða í austur­átt að því er segir í til­kynningu frá Lands­björg.