Björgunar­sveitir frá Höfn í Horna­firði og Ör­æfum voru kallaðar vegna konu sem hafði slasast í Fremri Veður­ár­dal, austan við Breið­merkur­jökul. Kemur þetta fram í til­kynningu frá Slysa­varna­fé­laginu Lands­björg.

Björgunar­sveitin var kölluð út klukkan hálf ellefu, en konan var á göngu með hóp að ís­helli í jöklinum þegar hún hrasaði á blautri klöpp og slasaðist á fæti.

Þá kemur einnig fram í til­kynningunni að Þjóð­garðs­verðir séu einnig rétt ó­komnir á vett­vang og stutt er í sjúkra­flutninga­menn. Mikil bleyta sé á svæðinu og er mikið vatn í ám og lækjum.

Bera þarf konuna að björgunar­sveitar­bíl við nokkuð erfiðar að­stæður.