Björgunarsveitin var kölluð út klukkan korter yfir níu í kvöld vegna ferðamanna sem höfðu fest bílinn á Þingvallavegi. Vetrarfærð er um mest allt land og eru vegir víða ófærir eða lokaðir á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi.

Lögreglan fékk tilkynningu um skemmdarverk á grindverki í hverfi 108 rétt fyrir fimmleytið í dag. Talið er að ökumaður á snjóruðningstæki hafi átt hlut í máli.

Tilkynnt var um aðila sem reyndi að brjótast inn í bíl í sama hverfi um klukkan hálftíu í kvöld og er málið í rannsókn.

Rétt fyrir áttaleytið var einnig tilkynnt um skemmdarverk á vespu í Laugardal.

Lögreglan handtók aðila í Hafnarfirði sem reyndu að brjótast inn í bíl. Aðilarnir voru færðir í fangageymslur en ekki kemur fram hversu marga einstaklinga um ræðir. Í Hafnarfirði voru einnig unglingar staðnir að því að tæta niður í flugelda í Hafnarfirði

Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu á fíkniefnum í kvöld.