Alls voru um 800 björgunar­sveitar­menn sem komu að rúm­lega 700 verk­efnum tengdum veðrinu í gær en að­gerðar­stjórnir voru virkjaðar í flestum um­dæmum að­fara­nótt föstu­dagsins vegna af­taka­veðurs sem gekk yfir landið. Rauðar veður­við­varanir voru á sunnan­verðu landinu í gær og gul við­vörun var gefin út í þremur lands­hlutum í dag.

„Það gekk bara allt mjög vel upp úr há­degi og seinni partinn í gær þegar veðrið fór að róast,“ segir Davíð Már Bjarna­son, upp­lýsinga­full­trúi Lands­bjargar, í sam­tali við Frétta­blaðið um stöðuna hjá björgunar­sveitum landsins í dag. „Þetta er bara búið að vera frekar ró­legt og við­ráðan­legt síðan þá.“

Nokkur verkefni komið á borð björgunarsveitarinnar í dag

Að sögn Davíðs hafa björgunar­sveitir þó brugðist við nokkrum verk­efnum í dag þar sem helst ber að nefna rýmingu Sól­heima­sands þar sem lög­reglan á Suður­landi óskaði eftir að­stoð björgunar­sveitar­manna að vísa ferða­mönnum burt. Þá hafi ein­hverjar til­kynningar borist þar sem talið var að þakk­læðningar væru að fjúka.

Víð­tækar raf­magns­truflanir voru einnig víða á landinu í gær en 5600 heimili og vinnu­staðir urðu raf­magns­laus, flestir á Suður- og Suð­austur­landi. Búið er að koma raf­magni á víða en sum staðar er enn raf­magns­laust og er unnið að við­gerðum.

Þá eru tals­verðar líkur á sjávar­flóðum á sunnan­verðu landinu í dag en rýma þurfti eitt hús í Garði á Suður­nesjum þar sem sjór flæddi yfir varnar­garða við ströndina og inn í kjallara eins hús.

Aftakaveður gekk yfir landið í gær með tilheyrandi tjóni og röskunum.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari