Björgunar­sveit í Bolungar­vík var kölluð út rétt eftir klukkan 10 í gær­kvöldi vegna göngu­fólks sem var í sjálf­heldu í Bola­fjalli ofan við Skála­vík.

Sam­kvæmt til­kynningu Lands­bjargar var kol­niða­myrkur og slydda á fjallinu og tók um einn og hálfan tíma að stað­setja fólkið áður en hægt var að koma því til hjálpar.

Fólkið var statt ofar­lega á Bola­fjalli og var því hægt að keyra upp á fjallið og nálgast þau ofan frá. Á mið­nætti var búið að koma fólkinu til hjálpar. Það var óslasað og fékk far niður á lág­lendi með björgunar­sveitinni.