Björgunarskipi Landsbjargar, Hannes Þ Hafstein í Sandgerði, var kallað út rétt fyrir klukkan tólf í dag vegna vélarvana fiskveiðibáts á Faxaflóa en þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg um málið.

Skipið lagði af stað úr höfn skömmu eftir klukkan tólf og klukkan rúmlega 13 var áhöfn skipsins hálfnuð að bátnum, sem er staddur rúmlega 20 sjómílur frá Sandgerði.

Að því er kemur fram í tilkynningu um málið eru fjórir skipverjar um borð en engin slys eru á fólki.