Björgunarskipið Sigurvin á Siglufirði var kallað út rétt eftir hádegi vegna báts sem er vélarvana vestur af Flatey á Skjálfanda.

Einn maður er um borð, er fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. Rúmlega tveggja tíma sigling er að bátnum en áætlað er að taka bátinn í tog og sigla með í höfn á Dalvík.

Reikna má með að björgunarskipið komi þangað milli sex og sjö í kvöld.