Snemma í morgun var björgunar­sveit í Hafnar­firði kölluð út vegna vélar­vana báts sem rak hratt að landi. Báturinn var staddur um 1,5 kíló­metra frá landi rétt vestur af Straums­vík og var einn um borð í honum.

Að sögn upp­lýsinga­full­trúa Lands­bjargar var björgunar­bátur frá Hafnar­firði komin á vett­vang um hálf­tíma eftir að út­kall barst og náði á­höfn hans að taka vélar­vana bátinn í tog og draga hann til hafnar.

Mikill for­gangur hafi verið á út­kallinu þar sem bátinn rak hratt að landi. Allt hafi þó gengið vel og var hann báturinn til hafnar klukku­tíma eftir að kallað hafði verið eftir að­stoð.