Starfs­menn Lands­nets, sem hafa staðið í ströngu síðast­liðnar vikur, fengu í morgun annars konar verk­efni en þeir ef­laust eru vanir þegar þeir björguðu væng­brotinni uglu.

Í færslu á Face­book-síðu Lands­nets segir að starfs­menn fyrir­tækisins hafi verið að lag­færa girðingu við tengi­virki í Hamra­nesi í Hafnar­firði þegar þeir fundu ugluna.

„Henni var að sjálf­sögðu bjargað og komið undir dýra­læknis­hendur," stendur í færslunni en engar frekari upplýsingar eru þar veittar um líðan uglunnar.